Rúna Vala...hin eina sanna, enjoy...  

Gestabókin



Eldri blogg:





sendu mér póst
fimmtudagur, apríl 03, 2003

Vá hvað ég var á skemmtilegu leikriti í gær! Það var uppsenting Borgarleikhússins á Rómeó og Júlíu. Eins og flestir vita er þetta einskonar fimleikasýning, en það er ekki bara það. Hún er svo hryllilega fyndin fyrir hlé að maður bókstaflega veinaði að hlátri og ég ætlaði að detta á gólfið ég hló svo mikið.
En það eru ekki bara leikarar Borgarleikhússins sem leika í leikriti. Við í leiklist 303 erum að fara að setja upp leikritið Í sjöunda himni (eins og flestir vita kannski sem ég umgengst daglega). Við höfum verið að vinna að þessu undanfarna tvo, tvo og hálfan mánuð og Magga leiklistarkennari upplýsti mig um það í gær að við höfum verið á æfingum í um 50 tíma utan skóla á síðustu tveimur vikum!!! Svo að allir sem vettlingi geta valdið, endilega komið á leikritið okkar í kvöld klukkan´sjö, það er opin æfing, eða/og annað kvöld klukkan átta. Það er frum-/lokasýning. Ef þið komist ekki, hugsið allavega hlýlega til okkar!.


skrifað af Runa Vala kl: 13:08

Comments: Skrifa ummæli
© Sigrún Vala